fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Þorgerður andaði í bréfpoka þegar vegferð Slot hófst – „Svo er þetta að ganga ótrúlega vel“

433
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is þetta skiptið.

Bæði Þorgerður og Hrafnkell eru miklir stuðningsmenn Liverpool og líkar eðlilega hvað þau hafa séð undir stjórn Arne Slot, sem tók við sem stjóri af Jurgen Klopp í sumar.

„Hann var ótrúlegur karakter og þeir eru ólíkir. Ég andaði í bréfpoka þegar hann (Slot) var að fara af stað með þetta en svo er þetta að ganga ótrúlega vel og hann er að smellapassa sem eftirmaður Klopp. Mér leiðist líka ekki að hann sé Hollendingur. Ég held alltaf með Hollandi á stórumótum,“ sagði Þorgerður létt í bragði.

video
play-sharp-fill

Hrafnkell skellti sér á Anfield á dögunum og sá liðið vinna endurkomusigur á Brighton. „Ég var þarna um síðustu helgi og það er mjög góður andi. Ég fékk geggjaðan leik þó við höfum ekki verið spes í fyrri hálfleik.“

Hrafnkell benti svo á að það mætti ekki gleyma því að Slot hafi tekið við frábæru búi af Klopp í sumar.

„Það er eins og það hafi verið aðeins gert lítið úr afrekum Klopp eftir að Slot kom og fór að ganga vel en Klopp sagði það sjálfur þegar hann fór að hann væri að skilja liðið eftir á mjög góðum stað. Slot fær eiginlega ekki neinn leikmann. Það sem ég myndi hrósa honum virkilega fyrir er hvað hann er búinn að gera fyrir Ryan Gravenberch.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hver er staðan á Alberti?

Hver er staðan á Alberti?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
Hide picture