fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Mourinho þarf að borga fjórar milljónir og fer í bann – ,,Vond lykt af þessu“

Victor Pálsson
Föstudaginn 8. nóvember 2024 22:00

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, hefur verið dæmdur í bann og þarf að borga um fjórar milljónir króna í sekt eftir ummæli sem hann lét falla á dögunum.

Mourinho var hundfúll með dómgæsluna í leik sinna manna við Trabzonspor í Tyrklandi og baunaði á Atilla Karaoglan sem var í VAR herberginu í leiknum.

Mourinho lét í sér heyra eftir leik en hans menn náðu að kreista fram sigur og höfðu betur 1-0 með marki frá Sofyan Amrabat.

Mourinho þarf að borga um 22 þúsund pund í sekt fyrir hegðun sína og var þá dæmdur í eins leiks bann.

,,Maður leiksins er VAR dómarinn Atilla Karaoglan. Við fengum ekki að sjá hann. Við viljum ekki fá hann aftur því það er vond lykt af þessu,“ sagði Mourinho.

,,Við viljum ekki sjá hann dæma okkar leiki á vellinum og það væri verra að sjá hann í VAR herberginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Í gær

Ummæli Ronaldo um framtíð sína vekja athygli

Ummæli Ronaldo um framtíð sína vekja athygli