fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Chelsea skoraði átta mörk gegn mótherjum Víkings – Diallo hetja Manchester United

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea rúllaði yfir andstæðinga sína í Sambandsdeildinni í kvöld en liðið spilaði við lið Noah frá Armeníu.

Chelsea var 6-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn og var ljóst að gestirnir ættu aldrei roð í enska stórliðið í viðureigninni.

Chelsea bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik og hafði betur 8-0 og það mjög sannfærandi.

Næsti andstæðingur Víkings er einmitt Noah en íslenska liðið mun ferðast til Armeníu og fær þar útileik.

Önnur athyglisverð úrslit voru á boðstólnum í Sambandsdeildinni en Fiorentina tapaði til að mynda gegn APOEL frá Kýpur.

Albert Guðmundsson er leikmaður Fiorentina en hann er frá vegna meiðsla þessa stundina.

Lið Real Betis frá Spáni fékk lið Celje frá Slóveníu í heimsókn og lauk þeim leik með 2-1 sigri Betis þar sem sigurmarkið var skorað á 94. mínútu en Juanmi sá um það.

í Evrópudeildinni vann Manchester United lið PAOK 2-0 þar sem Amad Diallo skoraði tvennu fyrir heimaliðið frá Englandi.

Einnig í Evrópudeildinni komst Orri Steinn Óskarsson á blað en hann skoraði jöfnunarmark Real Sociedad gegn Viktoria Plzen.

Plzen vann þó þennan leik 2-1 þar sem sigurmarkið var skorað á 90. mínútu.

Jose Mourinho og hans menn í Fenerbahce töpuðu þá gegn AZ Alkmaar í Hollandi en þeirri viðureign lauk með 3-1 sigri þeirra hollensku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona