fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Bíður og vonar að Gylfi verði áfram í Val – „Það var örugglega erfitt fyrir hann að koma heim og meðtaka“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 14:00

Viktor Unnar og Gylfi á æfingu í sumar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Unnar Illugason, aðstoðarþjálfari Vals verður áfram í starfi á næstu leiktíð. Frá þessu sagði hann í hlaðvarpinu Chess after Dark.

Rætt var um Gylfa Þór Sigurðsson leikmann Vals sem er að íhuga hvað skal gera, hann hefur hugsað um það að hætta en færist nær því að halda áfram. Hann er með samning við Val út næstu leiktíð.

„Maður hefur ekkert heyrt, maður bíður og vonar. Þetta er sturlaður leikmaður sem öll lið á Íslandi myndu vilja hafa sér. Hann er ekkert eðlilega mikill atvinnumaður,“ sagði Viktor Unnar í þættinum.

Viktor var spurður að því hvort það hefði verið erfitt fyrir Gylfa að aðlagast íslenskum bolta eftir að hafa verið atvinnumaður á hæsta stigi í næstum 20 árum.

„Ég er alls ekki að segja að menn í Val séu ekki að gera þetta vel, en fyrir hann sem er eins mikill atvinnumaður og þú verður. Mjög lengi á háu leveli, það var örugglega erfitt fyrir hann að koma heim og meðtaka hvernig þetta er hérna.“

„Hann var frábær í sumar þegar hann spilaði, hæstur í einkunn ef horft er í tölfræði. Maður sá nokkra leiki sem hann tók yfir, það kom ekkert á óvart hversu góður hann er.“

Viktor vonar að Gylfi haldi áfram. „Vonandi fyrir íslensku deildina heldur hann áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Komið „Here we go“ á Mbeumo til Manchester United

Komið „Here we go“ á Mbeumo til Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján heldur því fram að þetta sé launapakki Birnis á Akureyri – Sagður vera á ráðherralaunum

Kristján heldur því fram að þetta sé launapakki Birnis á Akureyri – Sagður vera á ráðherralaunum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga
433Sport
Í gær

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met
433Sport
Í gær

Heimsótti Bandaríkin og segir matinn ógeðslegan – Sjáðu kostulegt myndband

Heimsótti Bandaríkin og segir matinn ógeðslegan – Sjáðu kostulegt myndband
433Sport
Í gær

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn
433Sport
Í gær

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho