fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Omar Sowe mættur í ÍBV – Fyrsti leikmaðurinn sem Þorlákur fær

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. nóvember 2024 19:22

Sowe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Omar Sowe hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Hann kemur til liðs við félagið frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil.

Omar er frá Gambíu en hann er 24 ára framherji sem skoraði 25 deildarmörk í 41 leik fyrir Leikni á síðustu tveimur leiktíðum. Omar kom fyrst til Íslands árið 2022 og lék með Breiðabliki þar sem hann skoraði fjórum sinnum í 20 leikjum.

Omar var á mála hjá NY Red Bulls í töluverðan tíma þar sem hann lék með varaliði félagsins og U23 ára liði þeirra en auk þess lék hann einn leik með aðalliði félagsins í MLS deildinni 2021-22.

Þorlákur Árnason tók við ÍBV á dögunum en liðið er komið upp í Bestu deildina, Sowe er fyrsti leikmaðurinn sem liðið fær.

„Knattspyrnuráð bindur miklar væntingar við komu leikmannsins til ÍBV og vonast til þess að samstarfið verði farsælt,“ segir á vef ÍBV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Granit Xhaka að mæta aftur í enska boltann?

Granit Xhaka að mæta aftur í enska boltann?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Umboðsmaður Sancho mættur til Ítalíu til að reyna að klára hlutina

Umboðsmaður Sancho mættur til Ítalíu til að reyna að klára hlutina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið Liverpool orðið – Vilja Isak og enska landsliðsmanninn

Svona gæti byrjunarlið Liverpool orðið – Vilja Isak og enska landsliðsmanninn