fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Vildi sýna virðingu og valdi Neymar ekki – Gaf sjálfur kost á sér

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. nóvember 2024 20:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar var ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn fyrir verkefni gegn Venesúela og Úrúgvæ í undankeppni HM.

Neymar er spilar sinn fótbolta í Sádi Arabíu í dag en hann er á mála hjá Al-Hilal og var að snúa aftur eftir erfið meiðsli.

Neymar hefur lítið sem ekkert spilað á þessu ári en kom nýlega við sögu hjá félagsliði sínu og er allur að koma til.

Dorival Junior er þjálfari Brasilíu í dag en hann segir að Neymar hafi viljað vera valinn en að Brasilía þurfi að sýna félagsliði hans ákveðna virðingu.

Neymar meiddist alvarlega í landsleik með Brasilíu í fyrra og væri álagið mögulega of mikið að spila með báðum liðum.

,,Við vildum ekki flýta okkur of mikið. Hann er búinn að jafna sig en hefur aðeins spilað nokkrar mínútur sem spilaði stóran þátt í ákvörðuninni,“ sagði Dorival.

,,Hann var til í að koma og vera með landsliðinu en skildi líka stöðuna sem hann er í, hann hefur spilað 13 mínútur á árinu.“

,,Við verðum að virða hans félagslið. Það er þó alltaf mikilvægt fyrir okkur að vera með leikmann eins og hann í okkar röðum þó hann sé ekki í toppstandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hver er staðan á Alberti?

Hver er staðan á Alberti?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun