fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Einlægur Hilmar opnar sig um það að hafa íhugað að hætta mun fyrr – „Þetta fer gegn svo mörgu sem þér finnst“

433
Laugardaginn 2. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Árni Halldórsson, sem lagði skóna á hilluna á dögunum, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni, sem kemur út alla föstudaga á 433.is.

Hilmar lagði skóna á hilluna um síðustu helgi eftir 3-2 sigur Stjörnunnar á FH, þar sem hann einmitt skoraði. Hann átti glæsilegan feril og í Garðabænum, spilaði 473 leiki og skoraði 155 mörk.

„Það er mjög erfitt að lýsa þessari tilfinningu. Þetta er einhver tómleiki, það er þakklæti, mikill tilfinningalegur kokteill. Fyrsta hálftímann eftir leik var maður að reyna að átta sig á öllum þessum tilfinningum,“ sagði Hilmar í þættinum.

Hilmar, sem nú snýr sér að þjálfun yngri flokka hjá Stjörunni, sagði að hann hafi áður íhugað að leggja skóna á hilluna, það var fyrir nokkrum árum síðan.

„Þegar ég skrifaði undir þennan samning eða samninginn á undan sagði ég þeim að ég gæti alveg séð fyrir mér að hætta í fótbolta, þá 26-27 ára og jafnvel að spila minn besta fótbolta. Ég tengdi ekki alveg við umhverfið á þeim tíma, fann mig ekki alveg í áttinni sem mér fannst fótboltinn vera að stefna í,“ sagði hann.

video
play-sharp-fill

„Það varð ákveðinn viðsnúningur þegar ég meiddist svo. Þá neyddist ég til að horfa á íþróttina sem ég hafði alla ævi verið í frá hliðarlínunni. Þá áttaði maður sig á hvað þessi íþrótt skiptir miklu máli og hefur gefið manni. Þá fóru hjólin að snúast innra með mér. Nú sé ég að ég var aldrei að fara að labba í burtu frá þessari íþrótt. Ég sé hana sem ótrúlega öflugt tól til að gera alls kyns hluti.“

Hilmar var þá spurður að hvaða leyti honum líkaði ekki sú átt sem honum fannst fótboltinn stefna í á sínum tíma.

„Það er fyndið að ég segi þetta spilandi á Íslandi, en þegar peningarnir eru svona miklir og þú ferð að horfa á íþrótt sem skiptir þig svo miklu máli, hefur gefið þér svo margt, sem þér finnst að eigi að standa fyrir ákveðna hluti, þú sérð það í sjónvarpinu hverja helgi að hún samræmist ekki alveg þinni hugsjón. Tökum dæmi dæmi eins og Kylian Mbappe, þar ertu með gaur sem „transcendar“ íþróttinni á mjög neikvæðan hátt að mér finnst. Hann verður eitthvað vörumerki og jafnvel stærri en heilu klúbbarnir. Þetta fer gegn svo mörgu sem þér finnst að íþróttir eigi að snúast að. Það verður einhver biluð einstaklingshyggja í íþróttinni sem stuðaði mig.“

Hilmar var ansi nálægt því að verða markakóngur efstu deildar 2018 en sýndi umræðunni um það ekki mikinn áhuga.

„Þegar umræðan í kringum mig og markametið fór af stað, eins og á hverju tímabili, það var táknrænt fyrir þetta í íþróttinni. Það mátti aldrei koma því að hvað við gerðum sem heild eða fórninni sem við færðum, þetta snerist bara um hvort þessi einstaklingur gæti skorað annað mark svo við gætum hampað honum sem meiri en aðrir. Ég átti erfitt með þetta.“

Þó Hilmar hafi tekið ákvörðun um að hætta ekki í fótbolta á sínum tíma telur hann nokkuð öruggt að nú muni hann ekki snúa aftur á völlinn.

„Ég get bara tekið ákvörðun út frá deginum í dag og ég er nokkuð sannfærður um að ég muni ekki spila aftur.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Í gær

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
Hide picture