fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Undrabarnið kom sér í vandræði í annað sinn – Langt undir lögaldri en sést á skemmtistöðum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. október 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undrabarn Chelsea, Kendry Paez, virðist vera mikill vandræðagemsi en hann hefur nú verið varaður við af ekvadorska knattspyrnusambandinu.

Paez fékk viðvörun fyrr á þessu ári eftir að hafa sést á skemmtistað í landsliðsverkefni en hann er aðeins 17 ára gamall.

Það atvik átti sér stað í Bandaríkjunum í mars á árinu og þótti sérstaklega alvarlegt þar sem Paez er langt frá því að vera löglegur inni á skemmtistöðum.

Þrátt fyrir viðvörunina þá er Paez kominn í klípu á ný en hann sást á skemmtistað fyrir helgi stuttu áður en Ekvador hefur leiki í undankeppni HM.

Strákurinn á að baki 15 landsleiki fyrir aðallið Ekvador en hann mun ganga í raðir Chelsea í júlí á næsta ári.

Um er að ræða gríðarlega efnilegan strák sem varð yngsti leikmaður í sögu Suður-Ameríku til að skora í undankeppni HM í fyrra aðeins 16 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“
433Sport
Í gær

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stórt skref fyrir ÍTF

Stórt skref fyrir ÍTF