Arne Slot, stjóri Liverpool, neitar að hafa baunað á aðstoðardómara um helgina er hans menn mættu Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Slot fékk gult spjald í leiknum en fjórði dómarinn taldi að Hollendingurinn hefði kallað hann og dómgæsluna ‘brandara.’
Slot neitar því og segir að hann hafi verið að ræða við sinn eigin leikmann en að dómarinn hafi misskilið stöðuna.
,,Þeir voru í grasinu mjög oft en það getur gerst margoft í fótbolta. Ég er ekki að gagnrýna þá en það gerðist alltaf þegar þeir voru með boltann,“ sagði Slot.
,,Það tók orkuna úr öllum leiknum að mínu mati. Ég sagði við Ibrahima Konate að þetta væri ‘andskotans brandari’ og fjórði dómarinn hélt að ummælin væru í hans garð.“
,,Það er ekki það sem gerðist. Ég fékk gult spjald og nú hef ég fengið tvö – ég verð að passa mig.“