fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Fjalla ítarlega um tíma Ten Hag hjá United: Fékk að láta eins og einræðisherra en leikmenn höfðu lengi efast um aðferðir hans

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. október 2024 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESPN fjallar ítarlega um tíma Erik ten Hag hjá Manchester United en hann var rekinn úr starfi á mánudag, miðilinn hefur nokkra heimildarmenn af Old Trafford sem fara yfir málið.

Hollendingurinn fékk að ráða nánast öllu á Old Trafford framan af, hann fékk að gera breytingar á herbergi þar sem leikmenn fara yfir taktík og klippur úr leikjum. Svæðið á Carrington var ekki eins og Ten Hag vildi hafa það og kostuðu breytingarnar 34 milljónir.

Ten Hag breytti því hvernig leikmenn undirbjuggu sig fyrir leik, þeir mættu fjórum tímum fyrir leik á Old Trafford á eigin bíl. Frekar en að hittast á hóteli degi fyrir eða á morgni leikdagas.

Ten Hag krafðist þess að United myndi skipta um varamannabekk á Old Trafford, hann vildi vera nær útganginum. Þetta vildu forráðamenn United ekki gera en Ten Hag gaf sig ekki, United var með upphituð sæti fyrir sína leikmenn en ekki gestina. Kostaði það mikla fjármuni að breyta þessu.

Forráðamenn United vissu hvað þeir voru að fara út í eftir samtöl við forráðamenn Ajax, þeir sögðu þeim sögu af því þegar Ten Hag tók við þar. Hann notaði tösku merkta FC Utrecht, honum var ráðlagt að hætta því en hélt ekki. Taskan var þæginleg að hans mati og átti að nota hana.

Getty Images

Stríðið við Ronaldo:

Flestir leikmenn voru sammála því í október árið 2022 að það var rangt af Cristiano Ronaldo að neita kom inn sem varamaður í leik gegn Tottenham. Leikmönnum United fannst Ten Hag hins vegar ganga of langt í refsingum.

Hann bannaði Ronaldo að æfa með liðinu og svo fór hann að banna honum að koma inn í klefa liðsins.

Leikmenn United voru svo flestir á því að Ten Hag hefði niðurlægt Jadon Sancho og gengið alltof langt í því máli.

Getty Images

Efuðust um æfingar hans:

Meiðsli voru stórt vandamál hjá United og telja leikmenn liðsins það vera vegna þess að Ten Hag æfir alltof mikið og á of mikilli ákefð þegar stutt er á milli leikja.

Leikmenn töldu sig oft þurfa æfingar sem miða að einstaklingi frekar en liði. Einn eldri leikmaður kennir Ten Hag um tíð meiðsli, hann var látin æfa eins og tvítugir leikmenn. Eitthvað sem hann taldi tóma vitleysu.

Ten Hag vildi æfa meira þegar það gekk illa, leikmönnum fannst það skrýtið. Þeir voru oft þreyttir fyrir næsta leik eftir að hafa verið látnir æfa meira en ráð var gert fyrir. Svarið hjá Ten Hag var alltaf að enska deildin væri erfið og það þyrfti að æfa meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

17 ára en verður launahærri en einn besti markaskorari heims

17 ára en verður launahærri en einn besti markaskorari heims
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu þegar heimsfrægu mennirnir urðu sér til skammar fyrir framan alþjóð – Misstu hausinn og sáu rautt

Sjáðu þegar heimsfrægu mennirnir urðu sér til skammar fyrir framan alþjóð – Misstu hausinn og sáu rautt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur
433Sport
Í gær

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun
433Sport
Í gær

Fjölskyldan vildi fara til Manchester en hann neitaði

Fjölskyldan vildi fara til Manchester en hann neitaði
433Sport
Í gær

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“