Matthías Guðmundsson er að taka við kvennaliði Vals en það eru heimildir RÚV sem fullyrða þær fréttir í kvöld.
Matthías er fyrrum leikmaður Vals í knattspyrnu en hann hefur undanfarið starfað sem þjálfari kvennaliðs Gróttu.
RÚV segir að Ásgerður Stefanía Baldursdóttir verði aðstoðarþjálfari kvennaliðsins en hún var áður í þjálfarateyminu.
Pétur Pétursson var látinn fara frá Val á dögunum en tímabilinu í kvennaboltanum er lokið í bili.
Valur hafnaði í öðru sæti deildarinnar á eftir Breiðabliki og ákvað stjórn félagsins að breyta til.
Matthías er 44 ára gamall en hann lék fjóra landsleiki fyrir Ísland á sínum tíma.