Samkvæmt fréttum í Portúgal er Liverpool byrjað að skoða það að festa kaup á Orkun Kokcu miðjumanni Benfica.
Þessi landsliðsmaður frá Tyrklandi hefur spilað með Benfica í rúmt ár.
Kocku er 23 ára gamall en hann hafði áður leikið með Feyenoord í Hollandi í nokkur ár.
Kokcu lék þar undir stjórn Arne Slot sem tók við Liverpool í sumar en vitað er að Slot hefur hug á því að styrkja miðsvæði sitt.
Kokcu hefur spilað yfir 30 A-landsleiki fyrir Tyrkland og fylgist Liverpool nú með honum.