fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433

Valur staðfestir sölu á Fanney og segja að um sé að ræða metfé

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. október 2024 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska úrvalsdeildarfélagið BK Häcken FF hefur keypt landsliðsmarkvörð okkar Valsara Fanneyju Ingu Birkisdóttur. Fanney sem er 19 ára gömul er uppalin í Val.

Óhætt er að segja að Fanney Inga hafi slegið í gegn á síðasta tímabili þegar hún varð aðalmarkvörður meistaraflokks kvenna og í kjölfarið festi sig í sessi sem aðalmarkvörður landsliðsins. Hún átti síðan frábært tímabil í ár sem endaði með því að draumur hennar um að leika erlendis er að rætast.

„Fanney Inga er geggjaður markvörður og það gleður okkur mjög að hún sé nú á leið í topplið í Svíþjóð. Fanney er gott dæmi um stelpu sem hefur lagt ótrúlega mikið á sig til þess að ná markmiðum sínum og það hefur hún gert hér hjá okkur í Val,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals.

Björn segir kaupverðið trúnaðarmál en ljóst sé að félagið sé að fá upphæð sem ekki hafi sést í íslenska kvennaboltanum til þessa.

„Og Fanney Inga stendur alveg undir því enda teljum við að hún eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Við óskum henni alls hins besta og getum ekki beðið eftir því að fylgjast með henni á stóra sviðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

United staðfestir sölu á Antony – Mikið tap á nokkrum árum

United staðfestir sölu á Antony – Mikið tap á nokkrum árum
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Onana má fara en er sagður ætla að berjast fyrir sætinu

Onana má fara en er sagður ætla að berjast fyrir sætinu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lammens fer til United – Framtíð Emi Martinez í lausu lofti

Lammens fer til United – Framtíð Emi Martinez í lausu lofti
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United loksins að losa sig við Sancho

United loksins að losa sig við Sancho
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða