fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433

Valur staðfestir sölu á Fanney og segja að um sé að ræða metfé

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. október 2024 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska úrvalsdeildarfélagið BK Häcken FF hefur keypt landsliðsmarkvörð okkar Valsara Fanneyju Ingu Birkisdóttur. Fanney sem er 19 ára gömul er uppalin í Val.

Óhætt er að segja að Fanney Inga hafi slegið í gegn á síðasta tímabili þegar hún varð aðalmarkvörður meistaraflokks kvenna og í kjölfarið festi sig í sessi sem aðalmarkvörður landsliðsins. Hún átti síðan frábært tímabil í ár sem endaði með því að draumur hennar um að leika erlendis er að rætast.

„Fanney Inga er geggjaður markvörður og það gleður okkur mjög að hún sé nú á leið í topplið í Svíþjóð. Fanney er gott dæmi um stelpu sem hefur lagt ótrúlega mikið á sig til þess að ná markmiðum sínum og það hefur hún gert hér hjá okkur í Val,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals.

Björn segir kaupverðið trúnaðarmál en ljóst sé að félagið sé að fá upphæð sem ekki hafi sést í íslenska kvennaboltanum til þessa.

„Og Fanney Inga stendur alveg undir því enda teljum við að hún eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Við óskum henni alls hins besta og getum ekki beðið eftir því að fylgjast með henni á stóra sviðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og Víkingur með sigra – Jón Þór sá rautt

Besta deildin: Vestri og Víkingur með sigra – Jón Þór sá rautt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útskýrir valið á Henderson – ,,Eitthvað sem enginn getur boðið okkur“

Útskýrir valið á Henderson – ,,Eitthvað sem enginn getur boðið okkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gefur sterklega í skyn að þetta sé síðasta starfið

Gefur sterklega í skyn að þetta sé síðasta starfið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sunderland aftur í úrvalsdeildina

Sunderland aftur í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Áhyggjur uppi af stöðunni á Akranesi – „Nú finnst mér ég ekki sjá neitt, það er allt í fokki“

Áhyggjur uppi af stöðunni á Akranesi – „Nú finnst mér ég ekki sjá neitt, það er allt í fokki“
433Sport
Í gær

Segir fólk gera allt of mikið úr stóra bjór-málinu – „Eins og fólk megi ekki sjá glas með áfengi í“

Segir fólk gera allt of mikið úr stóra bjór-málinu – „Eins og fólk megi ekki sjá glas með áfengi í“