Skopmynd af Erik ten Hag frá BR Football vekur mikla athygli á samfélagsmiðlum, myndin fer vel yfir sögu Ten Hag.
United ákvað fyrr í dag að reka Ten Hag úr starfi.
Myndin sýnir Ten Hag undir þakinu á Old Trafford sem á það til að leka þegar það rignir mikið.
Cristiano Ronaldo og Jadon Sancho horfa svo á, leikmenn sem Ten Hag ákvað að henda burt frá United.
Það er svo Sir Jim Ratcliffe eigandi sem vísar Ten hag á dyr.