Real Madrid 0 – 4 Barcelona
0-1 Robert Lewandowski(’54)
0-2 Robert Lewandowski(’56)
0-3 Lamine Yamal(’77)
0-4 Raphinha(’85)
Real Madrid var niðurlægt á heimavelli sínum í kvöld er liðið mætti erkifjendunum í Barcelona.
Barcelona spilaði oft á tíðum stórkostlega í þessum leik og skoraði heil fjögur mörk í seinni hálfleik.
Robert Lewandowski skoraði tvö fyrir gestina og þeir Lamine Yamal og Raphinha komust einnig á blað.
Kylian Mbappe átti afskaplega lélegan dag fyrir Real og klikkaði á góðum færum ásamt því að vera margoft rangstæður í fínni stöðu.
Barcelona er á toppi deildarinnar með 30 stig, sex sitgum á undan Real.