fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Birtir mynd af aðstöðunni sem hann fékk á Íslandi í gær – „Skömmin á Íslandi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. október 2024 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skömmin á Íslandi,“ segir í fyrirsögn Nieuws­blad í Belgíu um tap Cercle Brugge gegn Víkingi í Sambandsdeild Evrópu, Ísland fær skammir í hattinn fyrir aðstöðuna á Kópavogsvelli í gær.

Víkingur vann frækinn 3-1 sigur á Brugge í gær en belgíska liðið hvíldi flesta af sínum bestu mönnum, sigurinn var sögulegur en þetta var fyrsti sigurinn hjá íslensku liði í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Víkingur fékk ekki leyfi frá UEFA til að spila á heimavelli og Laugardalsvöllur er óleikhæfur þar sem þar eru framkvæmdir.

„Hlaupa­braut í kringum völlinn, mynda­vélar á pöllum og sá sem lýsti leiknum þurfti að sitja í litlum vinnu­skúr. Þetta er Sam­bands­deildin dömur mínar og herrar og það á Íslandi,“ segir í grein HLN.

Belgarnir telja Kópavogsvöll óboðlegan sem völl í svona keppni. „Það að á þessum velli hafi farið fram Evrópu­leikur er bilun.“

„Leikurinn hófst klukkan 14:30, manni leið eins og maður væri að horfa á leik í utandeildinni í Belgíu.“

Sá sem lýsti leiknum fer ekki fögrum orðum um vinnuskúrinn sem honum var hent í. „Lýstu leik í Sam­bands­deildinni sögðu þeir, það verður gaman. Farðu til Ís­lands sögðu þeir, það verður frá­bært,“ segir hann í kaldhæðni og birtir mynd af skúrnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“