fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Arnar uppljóstrar um stöðuna á meiddum leikmönnum – „Dóri er rólegri en Óskar og ég er þroskaðri“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. október 2024 13:38

Þjálfarar liðanna sem mætast á sunnudag, Arnar Gunnlaugsson og Halldór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson segir að Valdimar Þór Ingimundarson kantmaður liðsins verði ekki klár gegn Breiðablik á sunnudag í úrslitaleik Bestu deildarinnar. Það kemur í ljós í dag að Oliver Ekroth verði klár.

Víkingur vann frækinn sigur á Cercle Brugge í gær en hvernig er staðan á leikmönnum?

„Staðan er þokkalega miðað við allt og ekkert, Halldór Smári fékk í öxlina í gær og kom í lagi úr myndatöku. Hann er frá í 3-5 vikur, svo er þetta barátta. Ég er ekki í mind games, mjög ólíklegt að Valdimar taki þátt í leiknum. Oliver fer í test í dag og þá kemur í ljós hvort hann sé klár, aðrir eru brattir og klárir í slaginn,“ sagði Arnar á fréttamannafundi í Víkinni í dag.

Mikill ríkur hefur komið upp á milli Víkings og Breiðabliks á undanförnum árum.

„Fyrst og fremst var þetta íþróttalegur ágreiningur, bæði lið voru að sækjast eftir því að vera á toppnum. Þá skapast rígur, þjálfarar, leikmenn og áhorfendur taka þátt í þessu. Ég vona að hann endi ekki með hápunkti á sunnudag, þetta eru tveir bestu klúbbarnir í dag. Svo bætist við árangur í Evrópukeppni, þetta er show buisness. Við þurfum að standa okkur til að auglýsa íþróttina, fólk hefur gaman af þessu. Dóri er rólegri en Óskar og ég er þroskaðri.“

Arnar er þó ekki rólegri en það að hann verður í banni á sunnudag. „Ég er það rólegur að ég er í banni, undir niðri kraumar rígur og báðir aðilar til í að gera hvað sem er til þess að vinna á sunnudag.“

„Ég ætla ekki að segja leikplanið mitt núna, það er svo sterkt DNA í Blikum og sterkt DNA í Víkingum. Bæði lið leyfa sér ekki að fara í neitt annað, það væri öðruvísi fyrir okkur að fara í low block að verjast. Ég ætla að vona að menn fari ekki að hugsa of mikið um þetta, þú segir ýmislegt fyrir leiki og þú ætlir að vinna leikinn. Svo gerist eitthvað í leiknum sem þú ræður ekki við, ég ætla að vona að leikmenn fara ekki að bakka en ég skil það vel ef einhverjir fara þá leið. Þá er það okkar að minna þá hvað Víkingur stendur fyrir.“

Arnar vonast eftir fjörugum leik á sunnudag en Víkingum dugar jafntefli enda með betri markatölu en Blikar. „Ég vona að þetta verði markaleikur á sunnudaginn, fari 3-3.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki