fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Mikilvæg skilaboð Hjörvars fyrir sunnudaginn – „Það getur komið upp ömurlegt ástand“

433
Fimmtudaginn 24. október 2024 18:30

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem eru að íhuga það að mæta án miða á leik Breiðabliks og Víkings á sunnudag ættu að hugsa sig tvisvar um, Hjörvar Hafliðason segir að það geti hreinlega skapað hættulegt ástand.

2500 aðilar geta mætt á úrslitaleik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla á sunnudag. Líklega hefði verið hægt að selja yfir 6 þúsund miða á leikinn.

Nokkur umræða hefur skapast um það að fólk ætli að mæta miðalaust í Víkina og standa fyrir utan girðingu vallarins.

„Það er mjög mikilvægt að fólk fari ekki að mæta miðalaust í Víkina á sunnudaginn, það getur komið upp ömurlegt ástand ef fólk er að reyna að svindla sér inn eða troða sér einn. Margir harmleikir tengdir fótboltanum eiga rætur sínar að rekja til þess,“ sagði Hjörvar í nýjasta þættinum af Dr. Football.

Hjörvar segir að sjálfboðaliðar og þeir sem koma að leiknum eigi það ekki skilið. „Það er mjög mikilvægt að þeim sem langar rosalega á völlinn, ekki fara fyrir utan völlinn. Það er ekki til endalaust af fólki og sjálfboðaliðum til að meina fólki aðgang.

„Það eru leiðir til að horfa yfir Fossvoginn fallega, ég mæli með því að enginn reyni að svindla sér inn á völlinn.“

Stuðningsmannaklúbbur Breiðabliks hins vegar hvetur fólk til að mæta miðalaust á svæðið. „Að sama skapi vilja Kópacabana menn hvetja Breiðabliks fólk sem ekki fær miða til að umlykja völlinn og syngja og öskra að vellinum, strákarnir munu finna það inn að beinum!,“ segir á vefsvæði stuðningsmanna Breiðabliks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki