fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Garðbæingar svara fyrir sig eftir kæruna sem bar árangur – „Gerum öllum jafn hátt undir höfði“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. október 2024 13:21

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Stjörnunnar segja það stefnu félagsins að gera öllum jafn hátt undir höfði sama á hvaða getustigi er spilað.

Umræða hefur skapast um mál er varðar kæru Stjörnunnar á framkvæmd þegar KA og Stjarnan mættust í úrslitum C-liða í 4. flokki drengja.

Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og var leikurinn framlengdur, í stað þess að framlengja leikinn um 20 mínútur eins og reglur gera ráð fyrir þá framlengdi dómari leiksins hann um 10 mínútur.

Meira:
Magni einn þeirra sem leggur orð í belg eftir að Garðbæingar kærðu úrslit í leik ungra drengja – „Mannleg mistök hjá sjálfboðaliða“

Eftir framlengingu var jafnt og því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar átti reglum samkvæmt að taka 5 spyrnur á lið en dómari leiksins lét liðin aðeins taka þrjár spyrnur.

KA vann leikinn en nú hefur KSÍ úrskurðað um að leika skuli framlengingu leiksins aftur og vítaspyrnukeppni ef þarf með. KA þarf að greiða allan ferðakostnað fyrir Stjörnuna í leikinn sem fram fer á Akureyri líkt og sá fyrri.

Yfirlýsing Stjörnunnar:
Umtalsverð umfjöllun hefur átt sér stað í kjölfar þess að 4. flokkur karla spilaði úrslitaleik á móti KA þar sem framkvæmd leiksins fór úrskeiðis hjá KA. Það er gríðarlega mikilvægt að því sé haldið til haga að við sem félag gerum ekki greinarmun á getustigi þegar kemur að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi og þá allra síst úrslitaleikur Íslandsmóts. Sú umræða sem hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið er byggð á upphrópunum og eftir atvikum, röngum upplýsingum.

Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram. Í þessu tilviki sem og öðrum þá er það stefna Stjörnunnar að öllum iðkendum sé sýnd sama virðing á hvaða getustigi sem er hvort heldur sem er í framkvæmd leikja eða í þeirri umræðu sem skapast hefur eftir á. Sannleikurinn er sá að þjálfarar liðsins og forráðamenn félagsins tóku þá ákvörðun að kæra úrslitin þannig að atvik sem þetta myndi ekki endurtaka sig.

Áfram fótboltinn og gerum öllum jafn hátt undir höfði og vöndum okkur í því mikilvæga starfi sem okkur er treyst fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Í gær

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“