fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Gáttaður Mikael segir þetta hafa gert útslagið – „Þetta var ekki fótboltalegs eðlis“

433
Sunnudaginn 20. október 2024 08:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Mikael Nikulásson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni þetta skiptið.

Það var að sjálfsögðu rætt um karlalandsliðið í þættinum. Liðið spilaði tvo leiki á dögunum, 2-2 jafntefli gegn Wales og 2-4 tap gegn Tyrklandi. Það vakti athygli og furðu margra hversu lítið Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í leikjunum. Hann kom við sögu undir lok leiks við Wales en var ónotaður varamaður gegn Tyrkjum.

„Ég beið bara eftir því að hann kæmi inn á. Hann hefði getað róað leikinn niður. Hann er leikmaður sem þú getur alltaf sent á, tekið boltann. Jói er þannig líka en hann var orðinn þreyttur,“ sagði Hrafnkell.

video
play-sharp-fill

Gátttaður Mikael tók þá til máls

„Ég er búinn að fylgjast með þessu í 45 ár og ég man eiginlega ekki eftir meiri þvælu. Þetta er svipað og að Argentína væri 1-0 yfir í leik og að Messi væri tekinn út af því það þarf að verjast.

Það var þarna sem ég áttaði mig á því að við að við þyrftum að skipta um þjálfara. Þetta fór verulega í taugarnar á mér. Þetta er besti landsliðsmaður okkar frá upphafi. Ég skildi ekki af hverju hann var ekki í byrjunarliði í þessum leik en svo bara kom hann ekki inn á. Þetta var ekki fótboltalegs eðlis og ég get ekki ímyndað mér að Gylfi Þór Sigurðsson mæti í þessa landsleiki í nóvember,“ sagði hann.

„Ég held að Gylfi mæti í næsta mánuði en að hann kalli þetta gott ef þetta verður aftur svona,“ sagði Hrafnkell að endingu.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Karlmaðurinn með stóru brjóstin er stoltur eftir að hafa öðlast frægð og frama á dögunum

Karlmaðurinn með stóru brjóstin er stoltur eftir að hafa öðlast frægð og frama á dögunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja alla leikmenn United til sölu – Þetta er markaðsvirði þeirra

Segja alla leikmenn United til sölu – Þetta er markaðsvirði þeirra
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“
433Sport
Í gær

Reynir að halda í 700 milljón króna húsið sitt eftir harkalegt gjaldþrot

Reynir að halda í 700 milljón króna húsið sitt eftir harkalegt gjaldþrot
Hide picture