Donny van de Beek segir að hann hafi gert fína hluti er hann fékk tækifæri með aðalliði stórliðs Manchester United.
Það eru ummæli sem margir taka ekki undir en Van de Beek samdi við United 2020 og spilaði 35 deildarleiki ásamt því að skora tvö mörk.
Hollendingurinn var seldur til Girona í sumar en hann er 27 ára gamall í dag og á því nóg eftir af sínum ferli.
,,Ég byrjaði nokkuð vel hjá Manchester United, ég gerði vel en svo fékk ég ekki að spila,“ sagði Van de Beek.
,,Stundum þarf allt að smella saman en stundum ekki. Ég held að það séu margar ástæður á bakvið þetta en svona getur fótboltinn verið.“
Van de Beek var áður á mála hjá Ajax í Hollandi og spilaði frábærlega á miðjunni þar áður en hann færði sig til Englands.