fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Mikael ræðir uppsögn sína: Enn á huldu hvað gerði útslagið – „Þegar svoleiðis gerist, þá er eitthvað búið að liggja undir“

433
Föstudaginn 18. október 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Mikael Nikulásson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni þetta skiptið.

Það var til að mynda rætt um tíð Mikaels með KFA í 2. deild karla, en hann var látinn fara þaðan í byrjun ágúst er liðið var í 3. sæti.

„Á endanum var ákvörðunin ekki sameiginleg. Það er eitthvað sem ég veit ekki. Mig langar svolítið að vita það, hvað gerði útslagið,“ sagði Mikael í þættinum.

„Það var farið að leita að einhverjum öðrum hlutum nokkrum klukkutímum eftir þennan fræga leik (3-1 tap) á móti Reyni/Sandgerði. Þegar svoleiðis gerist, þá er eitthvað búið að liggja undir. Það var alveg klárt því ekki var það árangur liðsins, hvorki 2023 eða 2024.“

video
play-sharp-fill

Gengi KFA versnaði eftir að Mikael fór og hafnaði liðið að lokum í 5. sæti 2. deildar, 8 stigum frá 2. sæti sem tryggir þátttökurétt í Lengjudeildinni.

„Ég er nokkuð viss um að ef ég hefði verið þarna áfram hefði KFA-Völsungur í lokaumferðinni verið úrslitaleikur um að fara upp,“ sagði Mikael.

„Í fyrsta sinn á mínum þjálfaraferli tapaði ég þremur leikjum í röð. En tveir af þeim voru á móti Selfoss og Víking Ó. í 50/50 leikjum. Ef menn fengju alltaf reisupassann fyrir það væru félög með 40-50 þjálfara á hverju einasta ári.“

Mikael segist kominn yfir viðskilnaðinn við KFA en það sem situr í honum er að hafa ekki komið liðinu upp í fyrra. Hann var hársbreidd frá því.

„Við vorum með besta liðið, með betra lið en ÍR. Við klúðruðum þessu sjálfir með unnið mót. Þá hefðu flestir haldið áfram og það lið hefði farið í umspilið í 1. deildinni í sumar.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool búið að skella verðmiða á Darwin

Liverpool búið að skella verðmiða á Darwin
433Sport
Í gær

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
Hide picture