fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Ítrekar að frétt sem flutt var á RÚV fyrir 14 árum sé falsfrétt – „Hann tengist báðum þessum mönnum vel“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. október 2024 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börkur Edvardsson mun á næstu vikum láta af störfum sem formaður knattspyrnudeildar Vals eftir farsælt starf sem sjálfboðaliði í 21 ár.

Börkur er litríkur karakter og unnið frábært starf hjá Val, hann ræðir feril sinn í samtali við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.

Rætt er um allt það helsta á ferli Barkar og eitt af því tengist árinu 2010 þegar Gunnlaugur Jónsson var þjálfari liðsins.

Börkur ræddi tíma Gunnlaugs og hvað gekk á. „Úr varð að ég fór en ekki hann í lok dags, við fengum ekki stuðning um að breyta um þjálfara,“ sagði Börkur.

Hjörvar rifjaði þá upp frétt RÚV á þessum tíma þar sem það var fullyrt að Börkur hefði boðið Guðjóni Þórðarsyni að taka við liðinu.

„Það sem gerist er að RÚV er með frétt um að þú hafir fundað með Guðjóni Þórðarsyni. Þú tekur mjög illa í þetta, segir að þetta sé rangt, Hjörtur Hjartarson segir fréttina. Talaðirðu við Guðjón Þórðarson?,“ sagði Hjörvar.

Börkur ítrekar að hann hafi oft hitt Guðjón en aldrei boðið honum starfið. „Honum var ekki boðið starfið, ég hef hitt Guðjón oftar en einu sinni. Við höfðum 2-3 skipti talað við hann, það var til að leita ráða. Hvað við ættum að gera og hvað hann myndi gera með liðið. Honum var ekki boðið að taka starfið að sér.“

Börkur segir að Hjörtur hafi aldrei átt að segja þessa frétt enda vinur bæði Gunnlaugs og Guðjóns. „Ég man að Hjörtur fór með þetta, hann tengist báðum þessum mönnum vel. Verandi fréttamaður RÚV eftir á að hyggja hefði hann átt að láta annan fara með fréttina í loftið eða anda með nefinu.“

„Við vorum að spjalla um heima og geima við Guðjón, það var ekki þannig að hann væri að fara að taka við. Ég er ekki viss um að Vals samfélagið hefði tekið vel í að hann tæki við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búnir að finna eftirmann Tudor

Búnir að finna eftirmann Tudor
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan fer með í lið og fólk sem notar ólögleg streymi gæti fengið heimsókn

Lögreglan fer með í lið og fólk sem notar ólögleg streymi gæti fengið heimsókn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lést eftir að hafa dottið á búðarglugga um helgina – Glerbrot stakkst inn í kvið hans

Lést eftir að hafa dottið á búðarglugga um helgina – Glerbrot stakkst inn í kvið hans
433Sport
Í gær

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð