Arsenal heldur áfram að skoða markaðinn þegar kemur að framherja og er fjallað um það í enskum blöðum í dag.
Benjamin Sesko er framherji sem Arsenal hafði áhuga á að kaupa í sumar en hann ákvað að framlengja við RB Leipzig í sumar.
Sesko íhugaði að fara þegar áhugi Arsenal var sem mestur en ákvað að taka eitt ár í viðbót í Leipzig.
Sesko er 21 árs gamall framherji sem er frá Slóveníu og vakti athygli margra á EM í sumar.
Sagt er að Arsenal sé áfram með Sesko á blaði og munu halda því áfram næstu mánuði.