fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Kári Árnason segir að þetta vanti í íslenska landsliðið – „Tökum tíma í innköst til að eyðilleggja“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. október 2024 09:30

Arnar Gunnlaugsson og Kári Árnason starfa saman hjá Víkingi Reykjavík / Mynd: Torg/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir góða frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Wales og Tyrklandi var uppskeran á heimavelli ekki góð, aðeins eitt stig.

Ísland tapaði 2-4 gegn Wales í gær í leik sem íslenska liðið komst í 1-0 og svo jafnaði íslenska liðið 2-2 þegar lítið var eftir.

Kári Árnason fyrrum varnarmaður liðsins segir stærsta veikleika liðsins vera að liðið kunni ekki að stýra leikjum eftir því hvað er í gangi.

„Það vantar í þetta game managment, það eru alltaf breytingar í leiknum. Þetta snýst um að taka enga sénsa, förum upp í þá. fáum horn. Hægjum á öllu, tökum tíma í innköst til að eyðileggja þeirra augnablik sem þeir fá í leiknum,“ sagði Kári á Stöð2 Sport í gær.

Hann segir fótboltaleik vera kaflaskipan og það þurfi að kunna að eyðileggja augnablik sem andstæðingurinn á. „Því skemur sem þeirra augnablik varir því betra, við eigum okkar moment í leiknum en þau eru styttri. Þú sérð að þetta byrjar í byrjun seinni hálfleiks, þetta kemur með meiri reynslu. Fatta að leikir eru svona, eru kaflaskiptir. Þá verða menn að hafa vit fyrir því að spila leikinn þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum