Joan Laporta forseti Barcelona ætlar sér að gera allt til þess að fá Erling Haaland framherja Manchester City.
Sport á Spáni fjallar um málið og segir að forsetinn sé farin að vinna að þessu.
Þar segir að Laporte leggi upp með það að fá Haaland næsta sumar eða sumarið 2026.
Vitað er að Haaland hefði áhuga á að því að spila á Spáni, þar eru bara tveir kostir í boði. Það er Barcelona eða Real Madrid.
Haaland er á sínu þriðja tímabili með City og hefur raðað inn mörkum á Englandi.