fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Sverrir Ingi hugsi eftir dómgæsluna í kvöld – „Skrýtið að hann flauti ekki víti okkur í hag“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2024 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Svekkjandi, komum okkur aftur inn í leikinn þegar það eru fimm mínútur eftir og geta farið að skora þriðja markið,“ sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður Íslands eftir 2-4 tap gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld, svekkjandi úrslit.

Íslenska liðið komst í 1-0 í leiknum og jafnaði svo í 2-2 þegar lítið var eftir en missti leikinn niður.

„Við fáum á okkur tvö mörk undir restina sem kostar okkur leikinn, það er erfitt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli.“

Ísland fékk dæmt á sig tvær vítaspyrnur í leiknum þar sem VAR tæknin var notuð, Tyrkir skoruðu aðeins úr annari spyrnu sinni þar. Í fyrri spyrnunni fór Hakan Çalhanoğlu á punktinn eftir að boltinn fór í hendina á Sverri Inga. Hakan rann hins vegar á punktinum og sparkaði boltanum í vinstri fót sinn og þaðan í markið.

Dómari leiksins hafði því engan annan kost en að dæma markið af. Völlurinn í Laugardalnum er háll og það hafði líklega áhrif.

Íslendingar vildu fá vítaspyrnu eftir þetta en ekki var farið í skjáinn þegar augljóst var að boltinn fór í hönd Tyrkjans á línunni. Urðu margir Íslendingar reiðir út í pólska dómara leiksins.

„Í takti við leikinn þá er skrýtið að hann flauti ekki vítaspyrnu þegar Orri er að setja boltann í markið, það virðist á myndbandinu sem ég sá eftir leikinn. Hann gerir sig stærri og ver boltann, hann hafði dæmt tvö víti á okkur.“

„Hann flautaði víti í því atviki og þegar boltinn fer í höndina á Andra, skrýtið að hann flauti ekki víti okkur í hag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning