Því var haldið fram í Þungavigtinni í dag að Frederik Schram markvörður Vals væri svo gott sem búin að semja við FH. Þessu hafnar Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH.
Samningur Frederik við Val rennur út eftir tímabilið en hann hafnaði nýjum samningi hjá Val.
Valur fór þá og sótti Ögmund Kristinsson sem mun verja mark Vals næstu árin, það er því ljóst að Frederik er á förum frá Val.
Í samtali við 433.is segir Davíð ekkert til í þeim fréttum og segir FH-inga ekki hafa átt nein samtöl við Frederik.
Frederik er öflugur markvörður sem hefur varið mark Vals síðustu tvo leiki vegna meiðsla Ögmundar en hann hefur einnig verið orðaður við KA á síðustu vikum.
Í samtali við 433.is segir Davíð að FH muni á næstu vikum skoða hvað félagið geri á markaðnum þegar tímabilið er lokið en þeirri vinnu sé ekki lokið.