Tyrkir fengu vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Íslandi en leikurinn er í fullum gangi.
Hakan Çalhanoğlu fór á punktinn eftir að boltinn fór í hendina á Sverri Inga Ingasyni.
Hakan rann hins vegar á punktinum og sparkaði boltanum í vinstri fót sinn og þaðan í markið.
Dómari leiksins hafði því engan annan kost en að dæma markið af. Völlurinn í Laugardalnum er háll og það hafði líklega áhrif.
Þetta atvik má sjá hér að neðan.
55' Hakan Çalhanoğlu, penaltı vuruşunda topa çift müdahalede bulunduğu için gol geçersiz sayıldı.
pic.twitter.com/FcZ6F7M8GL— terimist (@terimistaV) October 14, 2024