Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, er búinn að taka að sér starf sem yfirmaður knattspyrnumála hjá RB Leipzig.
Þetta er skref sem margir hafa gagnrýnt en Klopp hefur sjálfur talað illa um Red Bull keðjuna í fortíðinni.
Það var hins vegar erfitt fyrir Klopp að hafna þessu tilboði en Florian Plettenberg hjá Sky Sports segir að Þjóðverjinn sé nú að þéna 12 milljónir evra á ári í nýju starfi.
Talið er að Klopp sé einnig með klásúlu í samningi sínum og að hann megi taka við þýska landsliðinu ef það tækifæri gefst.
Klopp er ekki talinn hafa áhuga á að taka við öðru félagsliði á næstunni og hefur lofað því að taka ekki við öðru félagi á Englandi.