fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Stefán lét Willum heyra það: ,,Ég sagði einhver góð orð“

Victor Pálsson
Föstudaginn 11. október 2024 21:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Teitur Þórðarson ræddi við 433.is í kvöld eftir leik við Wales á Laugardalsvelli en spilað var í Þjóðadeildinni.

Ísland lenti 2-0 undir gegn gestunum en tókst að koma til baka í seinni hálfleik og lokatölur 2-2 sem eru ágætis úrslit miðað við það sem komið var.

,,Ég horfi eiginlega meira á þetta svekktur eftir þennan seinni hálfleik sem við eigum við fáum færi eftir færi og það er ótrúlegt að við vinnum ekki,“ sagði Stefán.

,,Við pressum þá alveg niður til markmanns og þeir reyndu alltaf það sama og sama og það gekk ekkert og þeir enduðu alltaf á því að gefa á Moore frammi.“

,,Það er tvisvar eða þrisvar sem þeir koma inn á völlinn og við hleypum þeim inn sem við megum ekki gera og við stöndum of flatir allir. Þegar við missum þá úr pressunni megum við ekki vera flatir.“

Stefán fékk gult spjald í leiknum og verður í banni gegn Tyrkjum á mánudag en hann var ósáttur með liðsfélaga sinn Willum Þór Willumsson sem fékk að heyra það á meðan leik stóð.

,,Ég vissi ekki að ég væri í banni eftir tvö gul en það er ömurlegt. Ég sagði einhver góð orð, ég veit það ekki. Að þetta hafi ekki verið nógu gott en svona er að vera sexan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Grínast með ástæðurnar fyrir því að Ronaldo ákvað að vaða í Heimi Hallgrímsson

Grínast með ástæðurnar fyrir því að Ronaldo ákvað að vaða í Heimi Hallgrímsson
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu