fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Age ósáttur með ákveðna hluti: Áttum að vinna leikinn – ,,Hann átti kannski ekki sinn besta dag“

Victor Pálsson
Föstudaginn 11. október 2024 21:03

Mynd: Kristinn Svanur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við RÚV í kvöld eftir leik okkar manna við Wales á Laugardalsvelli.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Ísland lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik en tókst að jafna í þeim síðari.

Innkoma Loga Tómassonar spilaði stórt hlutverk en hann skoraði það fyrra og átti allan þátt í því seinna sem var sjálfsmark markvarðarins Danny Ward.

Age viðurkennir að frammistaðan hafi ekki verið góð í fyrri hálfleik en segir enn fremur að Ísland hafi átt að vinna leikinn að lokum.

,,Við erum mjög vonsviknir því við spiluðum ekki eins og við ætluðum að gera. Við gerðum skelfileg mistök í fyrri hálfleik sem eru ekki í boði á þessu stigi en svona hlutir gerast, við gerum öll mistök og þau eru hluti af leiknum,“ sagði Age við RÚV.

,,Það var erfitt að gera eitthvað í þessu á hliðarlínunni, það eina sem við gátum gert var að gera breytingar í hálfleik og koma liðinu aftur í gang. Við vorum bjartir í seinni hálfleik og hefðum átt að vinna leikinn.“

,,Vörnin var ekki upp á sitt besta en það getur gerst, ef varnarmaður gerir mistök þá getur það kostað heilan leik en ef sóknarmaður klikkar á færi þá skiptir það ekki öllu máli.“

,,Við gerðum breytingar og Logi var frábær, hann átti góðan dag en Kolbeinn átti kannski ekki sinn besta dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“