fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Segir frá samtölum sínum við leikmenn United í vor – Flestir höfðu áhyggjur af þessu hjá Ten Hag

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. október 2024 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Mitten sem er fréttamaður í kringum Manchester United segir að leikmenn Manchester United efist mikið um leikstíl liðsins undir stjórn Erik ten Hag.

Ten Hag er á barmi þess að missa starfið sitt en félagið skoðaði það alvarlega í sumar að reka hann.

„Klukkutíma eftir að liðið varð enskur bikarmeistari þá ræddi ég við leikmennina fyrir utan klefann og ræddi um Ten Hag við þá. Ég tók þessi samtöl ekki upp, það sagði enginn að það ætti að reka hann en enginn vildi gefa það út að hann ætti að vera áfram,“ sagði Mitten.

Mitten sér um að skrifa United blað sem gefið er út fyrir flesta heimaleiki þess.

„Það var ljóst að leikmennirnir höfðu áhyggjur af leikstílnum sem þjálfarinn vill spila.“

„Einn þeirra sagði mér að það væri óboðlegt að Sheffield United og Burnley væru að mæta á Old Trafford og vaða í færum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð