fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Miðasala gengur erfiðlega á komandi landsleiki – Undir tvö þúsund miðar farnir á leikinn gegn Tyrkjum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. október 2024 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla mætir Wales á Laugardalsvelli á föstudag í Þjóðadeild UEFA, í fyrri heimaleiknum af tveimur í október. Íslenska liðið mætir síðan Tyrklandi á mánudag.

Rétt rúmlega 4 þúsund miðar eru seldir á Ísland-Wales. Þar af eru um 1 þúsund miðar til stuðningsmanna welska liðsins. Tæplega 2 þúsund miðar eru seldir á Ísland-Tyrkland.

Miðasala á báða leiki er í fullum gangi á vefsvæði Tix. Báðir leikir hefjast kl. 18:45 og eru þeir báðir jafnframt í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport.

Wales er með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í riðlinum, en Walesverjar byrjuðu á því að gera markalaust jafntefli við Tyrkland og unnu síðan 2-1 útisigur á Svartfellingum. Ísland er með 3 stig og markatöluna 3-3 eftir tveggja marka sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvellinum og tveggja marka tap gegn Tyrklandi í Izmir.

Ísland hefur einu sinni unnið Wales í 7 viðureignum í A landsliðum karla. Sá sigur kom á Laugardalsvelli í undankeppni HM 1986 og skoraði Magnús Bergs eina mark leiksins. Þetta reyndust einu stig íslenska liðsins í fjögurra liða riðli, þar sem einnig voru lið Skotlands og Spánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift