fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Jökull talar opinskátt um skelfilegt ástand hjá vinnuveitendum sínum – „Það er bara búið að reka alla, það er enginn í vinnu“

433
Laugardaginn 5. október 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Jökull Andrésson var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni þennan föstudaginn, en þátturinn kemur út á 433.is vikulega.

Jökull Andrésson - Reading
play-sharp-fill

Jökull Andrésson - Reading

Jökull hefur lengi verið á mála hjá enska félaginu Reading, sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Félagið er í gríðarlegum fjárhagsvandræðum og er nú á sínu öðru tímabili í ensku C-deildinni, League One.

„Klúbburinn minn, þetta er einhver þvæla sem er í gangi þarna. Það er ekki búið að borga hita og rafmagn, oftast er ég ekki að fá launin mín á réttum tíma, sem er fáránlegt í þessu umhverfi,“ sagði Jökull í þættinum, en sjálfur var hann á láni hjá Aftureldingu seinni hluta leiktíðar þegar liðið fór upp úr Lengjudeildinni.

Jökull sagði stöðuna hjá Reading undanfarin ár hafa verið mjög skrautlega.

„Við höfum fengið mínus 12 stig undanfarin þrjú tímabil. Þegar ég kom til baka fyrsta daginn á undirbúningstímabilinu var enginn á staðnum. Það voru vanalega milljón manns þarna en þetta var bara draugabær. Það er bara búið að reka alla, það er enginn í vinnu. Við vorum í umspili um að komast upp í efstu deild fyrir 4-5 árum. Það er ruglað hvernig þetta hefur breyst.“

Eigandi Reading er Dai Yongge og ber Jökull, eins og margir í kringum félagið, honum ekki vel söguna.

„Það er eitthvað að. Hann er búinn að setja tvo klúbba á hausinn, það segir nógu mikið um hann. Það er búið að koma fullt af fólki sem vill kaupa klúbbinn en hann vill bara selja hann á jafnmikið og Manchester United.

Það er eins og hann hafi gefist upp þegar við fórum ekki upp í efstu deild. Þá hætti hann að borga laun og almenna reikninga.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
Hide picture