fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Tjáir sig loksins um ummælin ótrúlegu: Gaf í skyn að samstarfskona væri að halda framhjá – ,,Ég var eins og lítill krakki“

Victor Pálsson
Föstudaginn 4. október 2024 20:30

Kate Abdo. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, hefur loksins tjáð sig um hvað átti sér stað eftir umdeild ummæli sem hann lét falla á síðasta tímabili.

Carragher var þar í sjónvarpi CBS ásamt Kate Abdo, Thierry Henry og Micah Richards en þau fjalla þar um fótbolta.

Carragher skaut á Kate í beinni útsendingu en hann vildi meina að hún væri ekki trú eiginmanni sínum, Malik.

Það var augljóst að Carragher væri að grínast en Kate tók alls ekki vel í þessi ummæli og ræddi við þennan fyrrum enska landsliðsmann stuttu seinna.

Carragher fór langt yfir strikið þó að um grín hafi verið að ræða en hann breytti umræðu þáttarins í einkalíf eftir tal um fótbolta.

Kate hefur fyrirgefið Carragher fyrir ummælin og tjáði sig opinberlega og kallaði hann ‘pirrandi meðlim fjölskyldunnar.’

,,Við hundsum ekki fílana í herberginu. Ég var eins og lítill krakki þarna,“ sagði Carragher við The Ringer en hann hefur ekki opnað sig um atvikið áður.

,,Ég fékk smá högg eftir ummælin og var settur á minn stað og það réttilega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Í gær

Besta deildin: Markalaust í Eyjum

Besta deildin: Markalaust í Eyjum
433Sport
Í gær

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið