fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433

Giftist honum til þess að tryggja sig fjárhagslega – Hefur grunað hann um framhjáhald í 15 ár

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. október 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annie Kilner eiginkona Kyle Walker fyrirliða Manchester City giftist honum til þess eins að tryggja sig fjárhagslega, hún var á því að samband þeirra myndi ekki endast ævilangt.

Walker og Annie hafa verið saman frá 16 ára aldri en Annie er 31 árs gömul í dag. Hún hefur frá árinu 2019 velt málunum fyrir sér.

Annie sparkaði þá Walker út af heimili þeirra eftir að hann hafði barnað Lauryn Goodman í fyrsta sinn.

Walker fékk að koma aftur heim og ákvað parið þá að gifta sig árið 2021 en ensk blöð hafa komist yfir skilaboð frá Annie þar sem hún fer yfir málin.

Walker og Annie Kilner

„Þetta er sama helvítis vesenið á honum og hefur verið í tíu ár,“ sagði Annie í skilaboðum árið 2019 en þá hafði Walker ítrekað haldið framhjá henni.

Hún bað svo vin sinn um ráð hvernig hún gæti tryggt sig fjárhagslega. Nú hefur komið í ljós að gifting var það ráð sem hún fékk, þannig myndi hún tryggja sér helming af eignum hans.

Getty Images

Walker hefur þénað rosalegar upphæðir í hverjum mánuði í mörg ár og er talið að Annie muni fá tæpa 3 milljarða ef þau ákveða að skilja.

„Fólk heldur að Annie sé vitlaus en hún er klár, hún vissi að hún þyrfti að giftast Kyle til að fá peningana,“ segir heimildarmaðurinn.

Walker og Kilner

Annie hefur hleypt Walker aftur heim eftir marga mánuði þar sem hann fékk ekki að koma heim en Walker barnaði þá Goodmann í annað sinn og á hann tvö börn með henni.

Nú krefst Kilner þess að fá helming af öllum fjármunum á sína reikninga, vill hún ekki sjá peninga sem þau eiga saman fara í að borga meðlag til Goodman.

Óvíst er hvort parið skilji en ljóst er að Kilner hefur látið ýmislegt yfir sig ganga en hún og Walker eiga fjögur börn saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Í gær

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar