fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433

Giftist honum til þess að tryggja sig fjárhagslega – Hefur grunað hann um framhjáhald í 15 ár

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. október 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annie Kilner eiginkona Kyle Walker fyrirliða Manchester City giftist honum til þess eins að tryggja sig fjárhagslega, hún var á því að samband þeirra myndi ekki endast ævilangt.

Walker og Annie hafa verið saman frá 16 ára aldri en Annie er 31 árs gömul í dag. Hún hefur frá árinu 2019 velt málunum fyrir sér.

Annie sparkaði þá Walker út af heimili þeirra eftir að hann hafði barnað Lauryn Goodman í fyrsta sinn.

Walker fékk að koma aftur heim og ákvað parið þá að gifta sig árið 2021 en ensk blöð hafa komist yfir skilaboð frá Annie þar sem hún fer yfir málin.

Walker og Annie Kilner

„Þetta er sama helvítis vesenið á honum og hefur verið í tíu ár,“ sagði Annie í skilaboðum árið 2019 en þá hafði Walker ítrekað haldið framhjá henni.

Hún bað svo vin sinn um ráð hvernig hún gæti tryggt sig fjárhagslega. Nú hefur komið í ljós að gifting var það ráð sem hún fékk, þannig myndi hún tryggja sér helming af eignum hans.

Getty Images

Walker hefur þénað rosalegar upphæðir í hverjum mánuði í mörg ár og er talið að Annie muni fá tæpa 3 milljarða ef þau ákveða að skilja.

„Fólk heldur að Annie sé vitlaus en hún er klár, hún vissi að hún þyrfti að giftast Kyle til að fá peningana,“ segir heimildarmaðurinn.

Walker og Kilner

Annie hefur hleypt Walker aftur heim eftir marga mánuði þar sem hann fékk ekki að koma heim en Walker barnaði þá Goodmann í annað sinn og á hann tvö börn með henni.

Nú krefst Kilner þess að fá helming af öllum fjármunum á sína reikninga, vill hún ekki sjá peninga sem þau eiga saman fara í að borga meðlag til Goodman.

Óvíst er hvort parið skilji en ljóst er að Kilner hefur látið ýmislegt yfir sig ganga en hún og Walker eiga fjögur börn saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrír í hættu vegna komu Alonso

Þrír í hættu vegna komu Alonso
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðbrögð hans um helgina vöktu athygli – Nú orðaður við United og annað stórlið

Viðbrögð hans um helgina vöktu athygli – Nú orðaður við United og annað stórlið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hallgrímur sakar fjölmiðla um að ljúga – „Búa til hluti til að fá fyrirsagnir“

Hallgrímur sakar fjölmiðla um að ljúga – „Búa til hluti til að fá fyrirsagnir“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild
433Sport
Í gær

Hentar ekki leikkerfi Amorim

Hentar ekki leikkerfi Amorim
433Sport
Í gær

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum
433Sport
Í gær

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“