fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Risatíðindi úr Laugardalnum – Klara lætur af störfum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 19:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur látið af störfum. Knattspyrnusambandið staðfesti þetta rétt í þessu, en Klara hefur starfað hjá sambandinu í 30 ár.

Klara lætur af störfum að eigin frumkvæði í lok febrúarmánaðar og hverfur til annarra starfa strax þann 1. mars, hjá Landhelgisgæslu Íslands. Ráðning nýs framkvæmdastjóra er verkefni sem bíður næsta formanns KSÍ og stjórnar að loknu ársþingi KSÍ sem fer fram þann 24. febrúar næstkomandi.

„Mér er efst í huga þakklæti á þessum tímamótum, þakklæti fyrir þau forréttindi að fá að vinna við áhugamál mitt í 30 ár. Það er ekki sjálfgefið. Ég þakka samstarfsfólki mínu hjá KSÍ fyrir þolinmæðina, vináttu og stuðning sem og öllum þeim aðilum í knattspyrnuhreyfingunni sem ég hef átt samleið með öll þessi ár. Takk fyrir mig og sjáumst á vellinum,“ segir Klara.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafði eftirfarandi að segja um málið.

„Mig langar að þakka Klöru fyrir allt sem hún hefur gert fyrir íslenska knattspyrnu. Hún er að hætta hjá KSÍ á 30 ára starfsafmæli sínu sem er núna í janúar, hefur starfað af dugnaði, samviskusemi og heilindum öll þessi ár, í gegnum súrt og sætt, og á miklar þakkir skildar. Þekking hennar og reynsla er ómetanleg og hún hefur reynst mér afar vel á þeim tíma sem ég hef verið formaður KSÍ. Takk fyrir allt, Klara.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Miklir fjármunir í húfi í Kópavogi á morgun

Miklir fjármunir í húfi í Kópavogi á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla
433Sport
Í gær

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni
433Sport
Í gær

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Real sagt ætla að velja á milli Mbappe og Vinicius

Real sagt ætla að velja á milli Mbappe og Vinicius
433Sport
Í gær

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband