fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Segir að Bellingham gæti klárað dæmið – Trent kemur til Real Madrid ef hann segir réttu orðin

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. september 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham gæti klárað það fyrir Real Madrid að Trent Alexander-Arnold komi til félagsins, þessu heldur fyrrum varnarmaður Liverpool fram.

Real Madrid vill fá Trent næsta sumar frá Liverpool þegar samningur hans er á enda, hann kæmi frítt til Real Madrid.

Trent og Bellingham eru miklir vinir og sjást eyða miklum tíma saman þegar þeir eru í verkefnum með enska landsliðinu.

Bild og Independent fjalla um málið og segja að áhugi Real Madrid sé svo sannarlega til staðar. Hann sé á lista yfir leikmenn sem félagið vill næsta sumar.

„Félagið sjálft er 95 prósent af því sem selur leikmanni, ef Trent ræðir við Jude og Jude segir réttu hlutina. Þá gæti það klárað málið,“ segir Glen Johnson fyrrum varnarmaður Liverpool.

„Jude gæti klárað dæmið og verið síðasta pússlið til að Trent tæki ákvörðun, ég held reyndar að Trent sé klár sama hvað Jude segir.“

Trent hefur ekki viljað gefa það út hvað hann er að hugsa og segist aðeins hugsa um þetta tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Í gær

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“