Manchester City er byrjað að skoða það hvernig er hægt að fylla í skarð Rodri sem líklega spilar ekki meira á þessu tímabili.
Rodri meiddist illa á hné í leik gegn Manchester City um liðna helgi.
Enskir miðlar segja að fjórir leikmenn séu komnir á blað hjá félaginu sem City gæti reynt að kaupa í janúar.
Fyrstur er nefndur Martin Zubimendi miðjumaður Real Sociedad sem hafnaði því að ganga í raðir Liverpool í sumar.
Nicolo Barella hjá Inter Milan og Ederson hjá Atalanta eru einnig sagðir á blaði sem kostir.
Þá hefur City fylgst með Adam Wharton miðjumanni Crystal Palace en þessi tvítugi miðjumaður var í EM hópi Englands.