fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Brjálaður út í Haaland og kallar hann heigul – ,,Hélt þú værir meiri maður en þetta“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 25. september 2024 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ian Wright, goðsögn Arsenal, var alls ekki hress er hann ræddi sóknarmanninn Erling Haaland sem spilar með Manchester City.

Haaland missti virðingu margra um helgina er hann kastaði boltanum í varnarmanninn Gabriel hjá Arsenal eftir að City hafði jafnað metin í 2-2 á lokamínútum stórleiksins á Etihad vellinum.

Haaland missti hausinn á lokasekúndunum og fór yfir strikið en dómari leiksins missti af atvikinu og einnig VAR og var Norðmanninum ekki refsað.

,,Það sem gerði mig bálreiðan var þessi ömurlega framkoma Erling Haaland,“ sagði Wright.

,,Að kasta boltanum í hausinn á Gabi þegar hann er ekki að horfa. Þú ert heigull ef þú lætur svona. Gabi myndi mæta honum andlit í andlit.“

,,Ég horfi á þetta sem einvígi frábærs varnarmanns og frábærs sóknarmanns til margra ára, ég elska að fylgjast með þessum strákum en svo læturðu eins og heigull?“

,,Það er það sem pirraði mig mest af öllu. Ég hélt að þú [Haaland] værir meiri maður en þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina