fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Nýtt myndband sýnir hvernig Arteta skipaði hinum unga leikmanni – Fór með skilaboð til að tefja leikinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. september 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta stjóri Arsenal lét Myles Lewis-Skelly ungan leikmann liðsins fara með skipanir til David Raya að tefja leikinn gegn Manchester City. Daily Mail fékk myndband sem sýnir þetta.

Það vakti nokkra athygli í leik Arsenal gegn Manchester City þegar Raya sagðist vera meiddur en á sama tíma og leikurinn var stoppaður boðaði Arteta alla sína leikmenn á fund.

Nú hefur komið í ljós að stjórinn sendi hinn unga Myles Lewis-Skelly af stað til að láta Raya gera þetta.

Michael Oliver dómari leiksins tók eftir þessu og spjaldaði Lewis-Skelly fyrir. Raya settist hins vegar niður og sagðist meiddur á meðan Arteta fundaði með leikmönnum.

Bellibrögð sem þessi eru þekkt í fótboltanum en dómaranum ber að stöðva leikinn ef markvörðurinn segist meiddur.

Myles Lewis-Skelly kom við sögu síðar í leiknum en það var fyrsti leikur hans, hann mætti til leiks með gult spjald en City jafnaði leikinn í uppbótartíma 2-2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok