fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Freyr lætur í sér heyra og segir Belgana ljúga – „Myndi aldrei setja upp svona leikrit“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. september 2024 12:54

Freyr Alexandersson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson segir fjölmiðla í Belgíu í ljúga, hann hafi ekki sviðsett veikindi til að fljúga til Wales og funda með Cardiff.

Frétt í belgískum miðlum í morgun vakti athygli þar sem Freyr var sagður hafa logið til um veikindi.

Þar sagði að Freyr hefði látið leikmenn liðsins vita að hann væri veikur og myndi ekki stýra æfingu en Freyr segir það tóma þvælu.

„Eina lygin er það sem stendur í þessari grein. Myndi aldrei setja upp svona leikrit,“ skrifaði Freyr á X-ið.

Breska ríkisútvarpið segir að Freyr sé einn þeirra sem okmi til greina sem næsti stjóri Cardiff City í Championship deildinni. Erol Bulut var rekinn úr starfi og er liðið að leita að þjálfara.

Freyr hefur áður verið nefndur til sögunnar sem næsti stjóri Cardiff og fyrir því er góð og gild ástæða. Vincent Tan eigandi Cardiff er einnig eigandi Kortrijk þar sem Freyr hefur starfað síðustu níu mánuði og gert vel.

Það væri því leikur einn fyrir Tan að fá Frey til að taka við en Freyr hætti með Lyngby í upphafi árs til að taka við Kortrijk.

Cardiff er á botni B-deildarinnar í Englandi en Freyr ásamt nokkrum öðrum virðast koma til greina sem næsti stjóri liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum