The Friedkin Group er nálægt því að ganga frá kaupum á Everton, þetta eru óvænt tíðindi en fyrir tveimur mánuðum hafði The Friedkin Group hætt við kaup á Everton. The Athletic segir frá.
Farhad Moshiri vill losna við 94 prósenta hlut sinn í félaginu og hópurinn frá Bandaríkjunum vill kaupa.
Friedkin á einnig Roma á Ítalíu og félagið vill því halda áfram að eignast fótboltafélög í Evrópu.
Everton hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum síðustu ár og ekki getað styrkt hóp sinn eftir mikla eyðslu árin á undan.
Stig voru tekin af Everton á síðustu leiktíð en félagið virðist ætla að vera í fallbaráttu enn eitt tímabilið.