Leandro Trossard fékk að líta rautt spjald í dag er Manchester City og Arsenal áttust við í Manchester.
Staðan er 2-1 þessa stundina en Arsenal leiðir á Etihad vellinum en mun spila allan seinni hálfleik manni færri.
Trossard braut af sér undir lok fyrri hálfleiks og sparkaði boltanum svo burt og fékk sitt annað gula spjald.
Hvort spjaldið hafi verið fyrir brotið eða það að sparka boltanum burt er í raun óljóst.
Þetta má sjá hér.
Trossard Red Card!
Kicked The Ball Away!
— SimplyUtd (@SimplyUtd) September 22, 2024