fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Van Dijk ræðir málefni Liverpool – „Ég ber mikla ábyrgð, stjórinn ber ábyrgð“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. september 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk varnarmaður Liverpool segir að tap liðsins gegn Nottingham Forest síðustu helgi verði að vera lærdómur fyrir sig og aðra leikmenn liðsins.

Liverpool tapaði afar óvænt á heimavelli gegn Forest um liðna helgi en svaraði því vel á útivelli gegn AC Milan í Meistaradeildinni í gær.

„Í fótboltanum þarftu að standa þig í dag, á morgun og ef þú gerir það ekki þá byggist upp pressa en við verðum að halda ró okkar,“ segir Van Dijk.

Van Dijk sem er fyrirliði Liverpool segist bera ábyrgð á því að hlutirnir séu í lagi ásamt Arne Slot, stjóra liðsins.

„Ég ber mikla ábyrgð, stjórinn ber ábyrgð og við sem leikmenn verðum að gera þetta á vellinum. Við verðum að halda ró okkur, að tapa heima gegn Forest og á heimavelli á að vekja menn.“

„Það á ekki að gerast, ef þú vilt stóra hluti eins og ég vil með þessu félagi. Svarið gegn Milan var gott og núna er það endurheimt og vera klárir á laugardag,“ segir Van Dijk en liðið tekur á móti Bournemouth um næstu helgi á heimavelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona