fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Margir mjög ósáttir eftir ummæli fyrirliðans eftir grannaslaginn – ,,Versti fyrirliði í sögu okkar félags“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. september 2024 21:25

Ortega ver frá Son. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Tottenham voru ekki beint hrifnir af ummælum Heung Min Son, fyrirliða liðsins, eftir leik gegn Arsenal um helgina.

Tottenham tapaði grannaslagnum í London 1-0 á heimavelli en Son vill meina að hans menn hafi verið mun sterkari í viðureigninni.

Son virtist afsaka þetta tap eftir leikinn sem fór illa í marga og er hann af allavega þremur kallaður ‘versti fyrirliði í sögu Tottenham.’

,,Við yfirspiluðum þá í leiknum, fótboltinn var til staðar en við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði,“ sagði Son.

,,Við gerðum það sama á síðustu leiktíð og þetta er ansi pirrandi. Ég er viss um að stuðningsmenn séu vonsviknir.“

,,Við verðum að bæta okkur, hundrað prósent, þetta er erfitt augnablik en við þurfum að standa saman.“

Tottenham stuðningsmenn létu í sér heyra á samskiptamiðlum og höfðu þetta að segja sem dæmi:

,,Að stjórna leiknum er ekki að vionna leikinn, hálfviti. Þetta hlýtur að vera versti fyrirliði í sögu okkar félags,“ segir maður að nafni SamuraiTHFC.

Annar tekur undir: ,,Hann er enginn leiðtogi á vellinum, gefið bandið til einhvers sem er með rödd á vellinum og getur hvatt leikmennina áfram. Son er enginn fyrirliði.“

Fleiri tóku undir þessi ummæli en mikill rígur er á milli Tottenham og Arsenal og það að tapa á heimavelli fór mjög illa í marga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi