fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Hafa áhyggjur af Mbappe sem er ólíkur sjálfum sér – Aðeins eitt mark úr opnum leik

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. september 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Real Madrid virðast þónokkrir hafa áhyggjur af stöðu framherjans Kylian Mbappe.

Mbappe gekk í raðir Real í sumar en hann hefur aðeins skorað eitt mark úr opnum leik í fimm leikjum.

Margir eru á því máli að Mbappe eigi ekki að spila sem nía Real og að Carlo Ancelotti þurfi að færa franska landsliðsmanninn á kantinn.

Mbappe komst á blað í gær í 2-0 sigri á Real Sociedad en það mark kom af vítapunktinum líkt og gegn Real Betis þann 1. september.

Frakkinn öflugi skoraði þó úr opnum leik í sigrinum á Betis og fékk fína einkunn fyrir frammistöðu sína í þeirri viðureign.

Mbappe hefur þó aðeins skorað í tveimur af síðustu sjö leikjum sínum fyrir Real og franska landsliðið en hann er vanur því að raða inn mörkum fyrir Paris Saint-Germain.

Mbappe er 25 ára gamall og er talinn einn besti sóknarmaður heims en hann hefur því miður ekki náð að standast væntingar allra hingað til á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arsenal fær 1,5 milljarð í sumar

Arsenal fær 1,5 milljarð í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt nánast klárt fyrir fyrstu kaup Arne Slot í sumar

Allt nánast klárt fyrir fyrstu kaup Arne Slot í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Glódís er leikfær