fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Stórfurðulegt atvik gerðist undir lok gluggans: Var til sölu en náði að flýja – ,,Undarlegur náungi“

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. september 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Amartey virðist hafa reynt allt til að forðast það að semja við annað félag í sumarglugganum sem er nú lokaður í langflestum löndum.

Amartey er fyrrum leikmaður Leicester og vann ensku úrvalsdeildina með liðinu árið 2016 en hann er í dag hjá Besiktas.

Nokkur lið vildu fá Amartey fyrir lok sumargluggans en hann sýndi lítinn áhuga og vildi aðeins fara aftur til Englands eða þá til Þýskalands.

Huseyin Yucel, talsmaður Besiktas, hefur tjáð sig um málið en hann átti í raun erfitt með að útskýra hvað nákvæmlega gekk á undir lok gluggans.

Glugginn í Sádi Arabíu og í Tyrklandi lokaði seinna en glugginn annars staðar í Evrópu – eitthvað sem Amartey áttaði sig einfaldlega ekki á.

,,Amartey er undarlegur náungi. Við vorum búnir að ná samningum við lið í Sádi Arabíu en hann mætti ekki í flugið,“ sagði Yucel.

,,Við höfðum náð samkomulagi við Eyupspor eftir það en hann náði að flýja í gegnum bakdyrnar.“

,,Hann sagði við okkur að hann myndi fara til Englands eða Þýskalands,“ bætti Yucel og segir einnig að Amartey hafi látið eins og hann hafi ekki vitað að glugginn í Tyrklandi myndi loka seinna en annars staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM