fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Albert neitaði sök þegar hann gekk inn í dómsal í morgun

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. september 2024 10:23

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu neitaði sök þegar hann gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Morgunblaðið segir frá þessu.

Albert er mættur til Íslands til svara til saka, hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á íslenskri konu fyrir rúmu ári síðan.

Albert gekk inn í dómsal í morgun og samkvæmt Morgunblaðinu sagðist hann neita sök þegar hann gekk inn. Þinghaldið er lokað og því geta fjölmiðlar eða almenningur ekki fyglst með framgöngu málsins.

Ung kona kærði Albert til lögreglu fyrir kynferðisbrot sumarið 2023. Eftir að rannsókn lögreglu lauk var málið sent til héraðssaksóknara. Í febrúar á þessu ári ákvað héraðssaksóknari að fella málið niður. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem felldi hana úr gildi og lagði fyrir héraðssaksóknara að ákæra í málinu.

Albert hefur neitað sök í málinu en á meðan málið er í ferli banna reglur KSÍ honum að spila fyrir íslenska landsliðið.

Albert gekk í raðir Fiorentina í sumar á láni frá Genoa en Fiorentina getur keypt Albert næsta sumar og er talið að það muni á endanum ganga í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Í gær

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
433Sport
Í gær

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann